7/26/2006

Nýr tvípunktur o.fl.

Mig langar að benda á nokkur atriði sem mér finnst nokkuð áhugaverð.

Ég hef tekið eftir því á netsíðum og í sms-um sem ég hef fengið að margir eru byrjaðir að skrifa .. í stað ... — þetta er allavega það algengt að ekki getur verið um innsláttarvillur að ræða. Þannig höfum við láréttan og lóðréttan tvípunkt sem mér finnst bara svolítið flott.

Á eftir sögninni mega kemur mjög oft sögn í nafnhætti: Ég má fara. En ég þarf oft að hugsa mig um þegar mega er í nafnhætti því ég á það til að vilja setja á milli sagnanna tveggja sem eru í nafnhætti: Ég hlýt að mega fara. Ég gúglaði þetta og þetta er bara býsna algengt (ég hef ekki prófað þetta með vilja).

Á eftir so. vilja kemur sömuleiðis mjög oft sögn í nafnhætti: Ég vil geta þetta. Þegar geta fer á eftir vilja í lh.þt. set ég geta líka oft í lh.þt.: Ég hefði viljað getað þetta. Þetta er líka nokkuð algengt sé mark takandi á gúglun minni.

2 Comments:

At 27 júlí, 2006 13:18, Blogger Valdís said...

Ég hef einmitt séð þetta með tvo punkta í stað þriggja og það fer eitthvað í mig. Mér finnst klárlega vanta þriðja punktinn! En samt góður, tja, punktur, með tvenns konar tvípunkta...

 
At 01 október, 2006 12:26, Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að almenn regla sé að segjast hafa: gúgglað þessu en ekki gúgglað þetta.

Annars ertu krúttlegt frávik, fráviklingurinn minn.

 

Skrifa ummæli

<< Home