Málfræðinöldur
Mig langar að gera athugasemd við orðið „fótavinna“ sem íþróttaþulir hjá Sýn nota óspart.
Af hverju tala þeir ekki um „fótafimi“ eða „fótafærni“ eða jafnvel „fótatækni“? Þetta er mjög skrýtið orð. Ég hef t.d. aldrei heyrt um „handavinnu“ hjá handboltaköppum. Það væri kannski gaman að sjá „handavinnuna“ hjá þeim, risastórar hendur og útstæðar kjúkur að prjóna eða hekla...
Þulirnir eru líka alltaf að segja: „Það þarf að koma boltanum í fæturnar á honum“. Þetta gæti gengið í handbolta þar sem handboltinn fer í hendurnar en í fæturnar, nei mér finnst það ekki ganga upp. Er ekki hægt að tala um að „gefa á manninn“ eða eitthvað slíkt?
Það var líka mjög athyglisvert að heyra einn þulinn segja að leikmennirnir væru „bornir yfirliði“.
4 Comments:
Heyr, heyr - íþróttafréttamenn hafa löngum verið miklir "skaðvaldar" í íslenskri tungu ;)
hahahah.
Þeir tala líka oft um að "misnota vítaspyrnur".
Hvernig á maður að geta misnotað vítaspyrnur, kynferðislega þá eða hvað...?
Já, hér er að finna smá umfjöllun um "misnotkun málsins": http://imf.hi.is/jgf034.php
Ég verð líka oft var við orðið „fótavinnu“ í tengslum við fótbolta en þetta er líka algengt í hnefaleikum. Þar finnst mér þetta frekar eðlilegt orðalag því þar snýst þetta ekki um tæknina sjálfa heldur er fótavinnan frekar einhvers konar forvinna eða eitthvað slíkt svo viðkomandi boxari berjist betur eða þreytist síður...
Skrifa ummæli
<< Home