7/07/2006

Af nördafræði/-um

Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu nörd. Ég hef á tilfinningunni að í eintölu noti margir orðið í hvorugkyni en í fleirtölu í karlkyni. Mjög óvísindaleg könnun á google styður þetta.

Leitarstrengurinn "geðveikt nörd" (þ.e. hk.et.) gefur 13 niðurstöður en "geðveikur nörd" (kk.et.) aðeins 3. Google finnur enga síðu með "geðveik nörd" (hk.ft.) en með leitarstrengnum "geðveikir nördar" (kk.ft.) fást 10 niðurstöður.

Þetta finnst mér dálítið merkilegt því ég man ekki eftir neinu öðru orði en fræði sem skiptir um kyn eftir tölu.

5 Comments:

At 07 júlí, 2006 16:12, Blogger Regnhlif said...

Líka fótur (of. orð) (hjá flestum). kk í et og kvk í ft.

Og foreldri (hk) og foreldrar (kk)

 
At 07 júlí, 2006 16:12, Blogger Regnhlif said...

æ þetta "of. orð" átti að vera "o.fl. orð":)

 
At 07 júlí, 2006 20:55, Blogger Heimir Freyr said...

Ég var einmitt að rífast um þetta við vin minn uppi á Keili í gær; honum fannst málfræðilega ógrammatískt að segja 'við erum nörd' en þótti 'þú ert nördi' hljóma fáránlega.

 
At 08 júlí, 2006 12:11, Blogger Freysier said...

Ég hafði aldrei pælt í orðinu foreldri sem er greinilega ansi skemmtilegt orð.

 
At 10 júlí, 2006 16:06, Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegar pælingar :D Var að hugsa um þetta alla helgina :D

 

Skrifa ummæli

<< Home