7/06/2006

Tískuorð

Úpsí, ég aftur... Þið vonandi fyrirgefið hvað ég er athyglissjúk núna ;)


Uppáhalds nýyrði fræðimanna í hinum ýmsu greinum eru: þverfaglegt, tengslanet, lausnaleit og tímastjórnun.

Ég hef verið að hugsa um þessi orð og hvernig þau tengjast.

Þverfaglegt er orð sem er mikið notað en fáir virðast skilja (a.m.k. þeir sem eru ekki í beinum tengslum við menntastofnanir/fræðimenn). Ég gerði óformlega könnun og fólk virðist ekki skilja merkinguna út frá orðinu einu saman. Ég heyrði um daginn útvarpsmann á FM957 tala um þetta og hann kom með ýmsar uppástungur um merkinguna en hitti ekki á réttu. Skv. orðabókinni er þverfaglegt eitthvað sem fer þvert á fræðigreinar t.d. samvinna fólks í hinum ýmsu fræðigreinum.

Þetta tengist svo aftur tengslaneti sem er svo mikið í tísku núna (net hinna ýmsu tengsla sem gott er að grípa til). Allir þurfa að vera með allar klær úti og þekkja sem flesta til að komast áfram. Sigríður Snævarr, sendiherra hélt fyrir stuttu fyrirlestur um tengslanet og hvernig best sé að byggja það upp. Hún benti á ýmsar leiðir til þess og kom með ágætar uppástungur hvernig á að kynnast fólki og halda sambandi við það. Hún talaði líka um að það vantaði tengslanet á Internetið, ég er að hugsa um að skrifa henni bréf og benda á myspace.com *híhí*.

Lausnaleitin (t.d. lausnaleitarnám pbl.is) byggir líka á þessu, til að finna lausnina þarf að leita sér upplýsinga og oft hjá þeim sem eru í tengslanetinu.

Tímastjórnun er nauðsynleg í lausnaleitinni, það má ekki fara of mikill tími í smáatriði. Það er annað mál hvort að fólk geti haft fullkomna stjórn yfir tímanum, það er kannski ekki hægt nema maður hafi hæfileika eins og stelpan sem setti saman fingurna til að stoppa tíman eða Adam Sandler í Click.

Mér dettur í hug tímastjórnunaraðferð eins íslenskukennara sem ég var með. Hann sagði okkur í byrjun annarinnar að hann myndi einungis lesa upp fyrsta nafn hvers og eins, þannig myndi hann spara a.m.k. heilan klukkutíma yfir önnina ;)

1 Comments:

At 06 júlí, 2006 17:16, Blogger gulli said...

einnig m spar tím me þv a slepp seinast stafnu þega maðu skrifa

 

Skrifa ummæli

<< Home