7/23/2006

Gúmmítöffarar sem "rústa íbúðina"

Mig langar að benda á pistil Sigurðar Pálma í sjónvarpsdagskrárhluta Morgunblaðsins í dag. Þetta er mjög fyndin umfjöllun um Supernova kallana. Hann talar líka um að þeir myndu "rústa íbúðina". Var ekki svona setning í tilbrigðakönnuninni?

3 Comments:

At 24 júlí, 2006 10:11, Blogger Valdís said...

Ég er viss um að prófarkalesarinn er í eldri kantinum og finnst þolfall með sögninni rústa vera rétt íslenska! Skemmtileg grein annars hjá honum.

 
At 24 júlí, 2006 15:01, Blogger Freysier said...

Já, þetta er fín grein. Það er líka möguleiki á því að þessi Sigurður Pálmi hafi slysast til að kíkja í orðabókina sem hann var að hugsa um að lemja gaurana í Supernovu með. Það vakti athygli mína að þeir sem eru á myndinni sem fylgir greininni eru Navarro (sem ekki er í sveitinni), Clarke og Lee en ekki Newsted. Ég gæti trúað að það hafi verið viljandi gert því mér hefur ekki þótt hann vera mikið að töffarast, a.m.k. ekki nærri því jafnmikið og hinir.

En fyrst við erum nú að tala um Moggann langar mig að benda á grein eftir Ágúst Guðmundsson í Mogga dagsins sem fjallar um dagskrárgerð, íslenska menningu og málvernd. Hann segir t.d.: „Það er
meira kanasjónvarp á Íslandi nú en á dögum sjálfs kanasjónvarpsins.“

 
At 24 júlí, 2006 20:58, Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég las þessa grein. Mjög áhugaverð :D

 

Skrifa ummæli

<< Home