7/22/2006

Þjóðhátíðarlagið 2006

Á dalurinn.is birtist eftirfarandi frétt:

Þjóðhátíðarlagið frumflutt á Bylgjunni kl: 11.00 í fyrramálið

Það fer í loftið klukkan 11.00 í fyrramálið þjóðhátíðarlagið 2006. Lagið heitir "Ástfangin í þér" og er lag og texti eftir Magnús Eiríksson. Flytjandi er ung söngkona sem heitir Hrund Ósk. Útsetningin er eftir Mattías Stefánsson fiðlusnilling, einnig kom Magnús Eiríksson að útsetningunni.


Af hverju er þetta "ástfangin í þér" í stað "ástfangin af þér"? Svo er fyrsta setningin fyndin líka.

Hvað segið þið um þetta?

2 Comments:

At 24 júlí, 2006 09:23, Blogger Valdís said...

Kannski er það að vera ástfanginn í e-m svona millistig þess að vera skotinn í e-m og ástfanginn af e-m? Segi svona... þetta hljómar allavega mjög bjánalega.

 
At 24 júlí, 2006 09:52, Blogger Freysier said...

Þetta er örugglega tilraun til að breyta aðeins út af vananum svona eins og Ástfangi með Landi og sonum.

 

Skrifa ummæli

<< Home