7/11/2006

Góðan!

Mér finnst spánverjar klikk!

Þeir stytta orð og orðsambönd á undarlegan hátt (svona allavega ef maður þýðir þetta á íslensku).

Til dæmis segja þeir oft bara buenos! í staðinn fyrir buenos días. Það er svona eins og við myndum segja bara góðan! í staðinn fyrir góðan daginn. Svo geta þeir meira að segja sagt muy buenos! Ímyndið ykkur að maður labbaði inn í búð og segði bara Mjög góðan!

Helgi er kölluð fin de semana (lok á viku). Þetta stytta þeir gjarnan og segja finde. Það var ég mjög lengi að samþykkja, það er svo ótrúlega ógrammatískt eitthvað. Que vas a hacer el proximo finde? Ha, loká? Hvað er loká?

Styttingin á por favor er svipuð eða asnalegri: porfa.

Það er sem ég segi. Spánverjar eru klikk.

3 Comments:

At 11 júlí, 2006 16:58, Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég tók eftir þessu á Spáni.

Maður fékk eiginlega betri þjónustu ef að maður notaði styttingar ;D

Eru þeir ekki bara að reyna að spara tíma? Eða er þetta meira svona eins og "segðu"?

 
At 12 júlí, 2006 10:18, Blogger Freysier said...

Sleppa Spánverjar ekki líka oftast frumlagi í setningum? Held reyndar að við eigum það líka til :)

En við segjum nú stundum daginn og sleppum góðan.

 
At 12 júlí, 2006 10:56, Blogger Regnhlif said...

Reglan hjá Spánverjum er að sleppa persónufornafni ef það er frumlag, nema ef það þarf að leggja sérstaka áherslu á það.

Ég held þeir séu að spara tíma með þessum styttingum, held þetta þýði bara það að þeir séu hættir að skilja þetta sem orðasambönd heldur sem eitt orð (lexicaliserað;)) og þess vegna sé hægt að stytta þetta svona skringilega.

Einhvern vegin finnst mér eðlilegra að segja "daginn" heldur en "góðan"... góðan hvað? En kannski finnst mér þetta bara af því að ég ólst upp á íslandi en ekki Spáni.:)

 

Skrifa ummæli

<< Home