11/27/2006

Ali G og Noam Chomsky!

11/23/2006

Skafaði-skafði-skóf?

Nú þegar allt er á kafi í snjó (reyndar aðeins farinn að bráðna) er sögnin skafa notuð óspart og í mín eyru hafa borist 3 beygingarmyndir sagnarinnar skafaði (oftast) skafði(sjaldnar) og skóf (nánast aldrei).Skv. beygingarlysingunni beygist sögnin sterkt...Nú er spurt hefur hin veika beyging borist ykkur til eyrna?

11/22/2006

Enn af vomunni

  • vomur FT efablendni, hik, það að geta ekki ákveðið sig það eru einhverjar vomur á honum með það /standa (vera) í vomum, stíga í vomurnar stb. vera óráðinn, tvístíga og vera í vafa hvort róa skal, bræða hann
Verð að viðurkenna að það voru ákveðnar vomur á mér með að blogga þessa færslu þar sem þetta er fyrsta skipti sem ég tek til máls hér á sídunni. Er ekki orðin svo forfrömuð að skanna inn myndir eins og Freynar en þið takið viljan fyrir verkið.
Annars fer mér yfirleitt betur að ræða e-ð annað en málfræði svo ég sting upp á að við hittumst í desember t.d. til að drekka jólaglögg og borða piparkökur og e.t.v. famba. Hvað segi þið um það?

11/14/2006

Vom

Spurt var um orðið vom.

Í Íslenskri orðabók er orðmyndin ekki til en hins vegar er til orðið vomur (kvk. ft.) sem merkir:

-efablendni, hik, það að geta ekki ákveðið sig
það eru einhverjar vomur á honum með það

Eintalan voma hefur þrjár merkingar:

1. velgja, ógleði, flökurleiki, klígja, bragð sem veldur klígju

2. óró, óróleiki, væg aðkenning að kálfssótt eða yxni hjá kúm

3. (staðbundið) saumað eða ofið vomuband

Í seðlasafni Orðabókarinnar fann ég hins vegar orðmyndina vom (kvk.) í eftirfarandi dæmum:

„þúngsinnis gjördi þetta vomin; þagnadir sváfu fuglarnir“

(Reyndar var danskt ö í gjördi...)

„dáðleysi við drykkju vom, drussa - þumb og stygð.“

Bæði dæmin eru komin frá Eggerti Ólafssyni, annað úr Búnaðarbálki (1764).

vomur (kk.) getur þýtt:

1. raumur, ógeðfelld persóna

2. ófreskja, draugur, kölski

Valkvíði finnst hvorki í Íslenskri orðabók né seðlasafninu.

Var þetta ekki soldið nördalegt?

11/10/2006

Nördast*

Hvar er nördaskapurinn?
Dettur engum í hug hnyttinn málfræðibrandari eða skemmtilegar málfræðivangaveltur?
Er það svo að við þurfum að vera öll saman til þess að nördisminn grasseri? Þetta er ótrúleg lognmolla. Ég hélt við ættum meira inni.
Erum við kannski öll bara eitthvað að fokka okkur?

*Eyrún, þetta var fyrir þig.

p.s. Finnst ykkur nokkuð móðgandi að ég kalli ykkur alltaf nörd? Það er sko hrós úr mínum munni, sérstaklega ef ég segi málfræðinörd.