8/28/2006

Er e-ð að skest?

Miðmynd er í tísku í dag. Það hefur mér orðið ljóst af því að leita að sögnum í miðmynd með Google. Unga fólkið virðist nota miðmynd töluvert um sagnir leiddar af nafnorðum. Þannig getur sögnin strandast merkt að fara á ströndina og axlast að sitja á öxlum einhvers. Aðrar sagnir geta verið afbakanir úr ensku. Þannig merkir sníkjast út að laumast út (e. sneak out) og messast við e-n að abbast upp á e-n (e. mess with someone). Sumir virðast ekki kunna sagnir eins og frjósa og blotna en nota frystast og bleytast. Fjölmörg dæmi voru um að miðmynd væri notuð í þolmyndarmerkingu þar sem ekki er hefð fyrir því. Kitlast eða láta kitlast er notað um að vera kitlaður, egg linsjóðast í stað þess að verða linsoðin o.s.frv. Langoftast er þó skeytt -st aftan við sagnir án þess að merkingin breytist nokkuð, passast þýðir þannig að passa (börn), hlutir springast í stað þess að springa, kraumast í stað þess að kraumast og besta dæmið sem ég fann var þegar talað var um að „ekkert væri að skest!“

8/23/2006

Lifandi vera úr undanfarandi maga

Húrra fyrir litla málfræðingnum sem fæddist í nótt!

Til hamingju!:)

8/08/2006

Back from sumarbúðum


So, Ég er komin back home úr summer campinu. Síðustu þrjár vikurnar hef ég ýmist talað ensku, eða ísl-ensku: Krakkar, nei þið megið ekki fara í activity room núna, það er delegation time og við ætlum að vera saman. Muniði að mæta á réttum tíma í flag time, um leið og þið heyrið activity song eigið þið að koma strax. Hvernig gengur annars í planning group? Hver er leaderinn í þinni planning group?

Geðveikt stuð sko.