Spurt var um orðið
vom.
Í
Íslenskri orðabók er orðmyndin ekki til en hins vegar er til orðið
vomur (kvk. ft.) sem merkir:
-efablendni, hik, það að geta ekki ákveðið sig
það eru einhverjar vomur á honum með þaðEintalan
voma hefur þrjár merkingar:
1. velgja, ógleði, flökurleiki, klígja, bragð sem veldur klígju
2. óró, óróleiki, væg aðkenning að kálfssótt eða yxni hjá kúm
3. (staðbundið) saumað eða ofið vomuband
Í seðlasafni Orðabókarinnar fann ég hins vegar orðmyndina
vom (kvk.) í eftirfarandi dæmum:
þúngsinnis gjördi þetta
vomin; þagnadir sváfu fuglarnir
(Reyndar var danskt ö í gjördi...)
dáðleysi við drykkju
vom, drussa - þumb og stygð.
Bæði dæmin eru komin frá Eggerti Ólafssyni, annað úr Búnaðarbálki (1764).
vomur (kk.) getur þýtt:
1. raumur, ógeðfelld persóna
2. ófreskja, draugur, kölski
Valkvíði finnst hvorki í
Íslenskri orðabók né seðlasafninu.
Var þetta ekki soldið nördalegt?