Rás 2
Innan á lyftuhurðina í Árnagarði hefur ýmislegt verið skrifað. Manni finnst svolítið skrítið að sjá þetta í lyftu í háskóla en þar stendur eitthvað á borð við Þú ert hommi og svo hefur kannski einhver annað bætt við og alki. Svo fullyrðir einhver að Toffi sé rotta (en það er hann áreiðanlega ekki).
En það sem mér finnst eiginlega skrítnast við þetta er að einhver hefur haft fyrir því að rista á hurðina Rás 2! Sá hlýtur að vera mikill aðdáandi.
11 Comments:
Hm. Ef það hefði staðið Rás 1 þá hefði ég haft einn grunaðann, en ég stend á gati.
Kostulegt!
svo stendur líka "vín" tveimur stöðum.
Ætli þetta hafi verið einhverjir að koma úr vísindaferð?
Já, það gæti verið. Svo stendur á einum stað: Einar Freyr bestur!!!
neiiiiiiiiii
ghlædan
neiiiiiiiiii
ghlædan
Jahhá, hvort skrifaði Einar eða Hlíf að Einar Freyr væri bestur?
Það hefur pottþétt verið Hlíf.
hehehehehe magnað ef þetta hefði verið á níundaáratugnum hefði verið ýkt flippað að skrifa Bylgjan best...en rás 2 er svo tímalaus spurning um að fá Jessiku Fletsjer í málið - muder she wrote nú eða Matlock nú ef ameríkanarnir leysa ekki þetta veggjakortskeis þá er ég með símann hjá herra Derrik og félaga Harry Klein
Ég myndi aldrei skrifa Einar Freyr bestur. Ég myndi bara skrifa Hlíf BEST. Þetta hefur greinilega verið einar sjálfur
það er nú ekki svo fjarri lagi að segja að Einar Freyr sé bestur, því hann skarar vissulega fram úr á tilteknum sviðum. ég hef t.d. fundið mig knúinn til að skrásetja svipaðar staðhæfingar um hann á bílskúrsveggi og rafmagnskassa víðsvegar um bæinn.
Skrifa ummæli
<< Home