11/23/2006

Skafaði-skafði-skóf?

Nú þegar allt er á kafi í snjó (reyndar aðeins farinn að bráðna) er sögnin skafa notuð óspart og í mín eyru hafa borist 3 beygingarmyndir sagnarinnar skafaði (oftast) skafði(sjaldnar) og skóf (nánast aldrei).Skv. beygingarlysingunni beygist sögnin sterkt...Nú er spurt hefur hin veika beyging borist ykkur til eyrna?

2 Comments:

At 24 nóvember, 2006 11:40, Blogger Valdís said...

Hmm, góð spurning. Ég myndi nota skóf en ég held að fólk umorði þetta einfaldlega í „ég er búin að skafa...®. Ég þarf annars að hlusta betur eftir þessu!

 
At 24 nóvember, 2006 18:12, Blogger Regnhlif said...

ég hef ekki heyrt þetta, en ég ætla að hafa eyrun opin:)

 

Skrifa ummæli

<< Home