11/22/2006

Enn af vomunni

  • vomur FT efablendni, hik, það að geta ekki ákveðið sig það eru einhverjar vomur á honum með það /standa (vera) í vomum, stíga í vomurnar stb. vera óráðinn, tvístíga og vera í vafa hvort róa skal, bræða hann
Verð að viðurkenna að það voru ákveðnar vomur á mér með að blogga þessa færslu þar sem þetta er fyrsta skipti sem ég tek til máls hér á sídunni. Er ekki orðin svo forfrömuð að skanna inn myndir eins og Freynar en þið takið viljan fyrir verkið.
Annars fer mér yfirleitt betur að ræða e-ð annað en málfræði svo ég sting upp á að við hittumst í desember t.d. til að drekka jólaglögg og borða piparkökur og e.t.v. famba. Hvað segi þið um það?

3 Comments:

At 22 nóvember, 2006 13:34, Blogger Valdís said...

Það líst mér sko vel á! Það er t.d. pláss heima hjá mér:)

 
At 22 nóvember, 2006 19:39, Blogger Regnhlif said...

Jááá!!!!!
Ég elska jólaglögg og ég elska famb.

 
At 27 nóvember, 2006 23:29, Blogger Freysier said...

Ég er til í hitting! Ég vil svo taka það fram að mér fannst þessi brandari um þágu-verkfallið ekki svo fyndinn að ég skannaði hann inn heldur „klippti“ ég hann út úr Mogganum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home