Perlur íslenskunnar
Jújú, þessi texti mun sennilega lifa lengi (not):
SNOOZE - (FÖRUM) ALLA LEIÐ
Ég á þennan mæk og ég ætla hafa hann
Leika mér og sýna þér ég allar kúnstir kann
En hey! Hvadda gera (Á) Viltu koma leika
Ég stefni nú á toppinn ætlar þú að koma líka með
Ég skal vera konungurinn þinn og þú mátt vera drottningin
Gerum það sem alla dreymir stefnum hærra en himininn
Borgir, bílar, aurar, níska, gjafir, glyngur, tungur, tíska
Förum alla leið
Förum alla leið
Förum alla leið
Förum okkar eigin leið.....
Ég ætla vera hrókur alls fagnaðar
Svo að andlitið þekkist allstaðar
Þegar frægðin færist yfir mig
Ætlar þú að standa mér við hlið
Verður þú hér hvað sem að gerist
Viltu sjá allt það sem að gerist
Það byrjar allt hér, þú kemur með mér
Ég get ekki haldið mér í skugganum á þér (hey)
Halt´í hendin´á mér og við förum alla leið
Förum alla leið
Förum alla leið
Förum okkar eigin leið.....
Förum alla leið
Förum alla leið
Förum okkar eigin leið.....
Fróðlegt væri að vita hvað ykkur finnst um þetta. Best finnst mér: „Ég get ekki haldið mér í skugganum af þér“ ... en það getur náttúrulega vel verið að þetta þjóni tilgangi sem rím. Einnig er skemmtilegt að skoða notkun -að í þessum texta. Í „hvað sem að gerist sést hvernig -að-i er bætt inn en í „ég ætla hafa hann er -að-inu alveg sleppt.
5 Comments:
Frábær textasmíð og frábært lag...
Halt´í hendin´á mér... snilld!
Ég hafði aldrei velt þessum merkilega texta sérstaklega fyrir mér en það er greinilegt að þau skötuhjú hafa hlustað talsvert á Black Eyed Peas.
Ja hérna!
Góð færsla Eyrún :D
Mér finnst þetta líka fyndið: Borgir, bílar, aurar, níska, gjafir, glyngur, TUNGUR, tíska.
Hvað koma tungur málinu við?
(Förum) alla leið
Skrifa ummæli
<< Home