7/06/2006

1.færsla

Hér fer af stað þann 6. júlí 2006 hressileg bloggsíða sem við, nokkrir félagar sem eru að vinna við ýmsar rannsóknir og verkefni á vegum íslenskuskorar Háskóla Íslands, höldum úti.

Það sem birtist hér er okkar "eigins" spekúlasjónir og einkahúmor. Þrátt fyrir að við séum málfræðingar og tölum um málfræði trúum við á frelsi einstaklingsins til að tjá sig, hvernig svo sem orðin koma út úr honum.


Einhverjir gætu e.t.v. álitið titilinn ansi ósmekklegan en þeir vita þá ekki að sögnin "að fokka" er gömul íslensk sögn (frá 17.öld) og þýðir ´gaufa, dunda, slæpast; láta e-ð fjúka, flakka´.

4 Comments:

At 06 júlí, 2006 14:54, Anonymous Nafnlaus said...

Vá!!! Þetta er rosalega flott :D

 
At 06 júlí, 2006 14:56, Blogger Regnhlif said...

"spekúlasjónir" er ekki gott að nota á íslensku.
Betra væri "vangaveltur" "hugrenningar".

Svo er vitaskuld fyrir neðan allar hellur að nota erlendar gæsalappir.

hehe hehe he

 
At 06 júlí, 2006 14:58, Blogger Valdís said...

Sko, til að gera íslenskar gæsalappir á að nota html táknin & # 132 ; (ekki með bili á milli) fyrir fremri lappir og & # 147 ; fyrir aftari lappir. „Brilljant“

 
At 06 júlí, 2006 15:05, Blogger Regnhlif said...

Eg haldi tetta er ógvuliga stuttligur bloggur.

 

Skrifa ummæli

<< Home